Bréf til foreldra í Valsárskóla 13. janúar 2022

Nú eru allir starfsmenn og nemendur í Valsárskóla við sín störf og þeir sem voru í einangrun lausir úr henni. Töluvert hefur verið um veikindi þó það sé ekki COVID og auk þess hafa nemendur farið í sýnatöku til öryggis og nokkrir lent í smitgát.

Nokkuð er um leyfi nemenda í Valsárskóla vegna ferða erlendis í janúar og við þær aðstæður er mikilvægt að vera meðvituð um þær aðgerðir sem eru í gildi við landamærin á Íslandi þegar komið er heim á ný. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum til áhættusvæða án bólusetningar en öll lönd og svæði erlendis eru nú skilgreind sem áhættusvæði vegna COVID-19.
Í reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnarráðstafanir á landamærunum Íslands vegna COVID-19  stendur: "Jafnframt skal ferðamaður með tengsl við Ísland gangast undir mótefnavakapróf (antigen-hraðpróf) eða PCR-próf á næstu tveimur dögum frá komu til landsins." Farþegar fara því í sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem er PCR eða hraðpróf tveim dögum frá komu til landsins. Við hvetjum til þess að það sé farið í PCR á flugvellinum, þó svo hraðpróf séu einnig gild. Sýnataka er ókeypis.

Við hvetjum forsjáraðila til að halda börnum á leik- og grunnskólaaldri heima þann tíma sem sóttkví varir og beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku foreldra/forráðamanna. Eins væri gott ef hægt er að börn fari í hraðpróf eða PCR próf áður en þau mæta í skólann og vera í sambandi við skólann áður en nemendur mæta aftur eftir leyfi. Það hefur komið upp nokkuð mörg tilfelli þar sem fólk fær neikvætt úr sýnatöku t.d. í Keflavík en greinist svo nokkrum dögum seinna.

Undanfarið hafa mörg sýni greinst jákvæð á landamærunum og er mikilvægt að verja og vernda skólastarf eins og hægt er við þessar aðstæður, og óskum við því eftir samstarfi varðandi þetta. Eins minnum við á að ef börn finna fyrir einkennum þá er mikilvægt að fara í PCR próf og eins að huga að persónubundnum sóttvörnum, óháð því hvort þau hafi verið erlendis eða ekki.
Leggjumst á eitt og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að minnka röskun á daglegu skólastarfi.

Með kveðjur úr Valsárskóla