Bréf til foreldra í Álfaborg 29. október 2022

Við viljum minna á starfsdag mánudaginn 24. október, þá er starfsfólk að vinna að ýmsum undirbúning og leikskólinn lokaður.

Í gærkvöldi kom í ljós að starfsmaður á Kvisti greindist með COVID19. Nú eru engar reglu í gangi er varðar smitrakningu, sóttkví eða slíkt. Við viljum samt upplýsa ykkur þannig að þið getið verið vakandi gagnvart ykkar börnum næstu daga. 

Við viljum óska eftir því að í fatahólfum sé eingöngu föt sem börnin mega nota í leikskólanum, bæði úti og inni. Starfsmenn leikskólans geta ekki haft yfirsýn yfir föt sem ekki má nota.

Við viljum skerpa á reglum um lyfjagjafir í leikskólanum. Hér eru drög að reglum um lyf í leikskólanum. Ef foreldrar vilja gera athugasemdir eða koma með ábendingar um þessi drög eru þeir vinsamlega beðnir að senda póst á maria@svalbardsstrond.is fyrir 1. nóvember. 

Almenn regla:
Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema læknir meti það svo að tímasetningar lyfjagjafar þurfi að koma inn á leikskólatíma. 

Undantekningar:
Þetta gildir ekki um sykursýkis-, asthma- eða ofnæmislyf eða önnur lyf sem eru barni lífsnauðsynleg. Ef börn eru með stöðuga lyfjagjöf vegna langvarandi sjúkdóma þarf að hafa samband við deildarstjóra og/eða leikskólastjóra og gefa skriflega upplýsingar.

Lyf í skemmri tíma:
Mjög sjaldgæft er að gefa þurfi lyf oftar en 3svar á dag. Þegar lyf er gefið 3svar á dag má í flestum tilfellum gefa miðskammtinn þegar heim er komið. Ef læknir gefur fyrirmæli um að gefa þurfi miðskammtinn á skólatíma verða foreldrar að ræða við deildarstjóra og koma með skammtinn klárann. 

Þegar þessar reglur um lyfjagjöf voru samdar var fari inn á heimasíðu 10 leikskóla í fjórum mismunandi sveitarfélögum til að skoða reglur hjá þeim. Haft var samband við 2 leikskólastjóra á Akureyri og nágrenni og tvo sérfræðinga hjá Fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar til að fá álit.