Nú fer vetrarstarfið að fara í gang með þemavinnu, hópastarfi, tónlistartímum og útiskóla o.fl. auk þess sem Krummar sækja Valsárskóla 1x í viku.
-Í dag voru þeir Krummar sem voru á staðnum „vígðir“ til Krumma. Þetta er mjög formleg og skemmtileg athöfn, byggð á langri hefð, þar sem Krummar og nýir Spóar tóku við sínum hlutverkum. Voru grafalvarleg og hátíðleg... mest allan tímann:
https://skolar.svalbardsstrond.is/is/alfaborg/myndir/vigsla-krumma-27-agust-21
-Í gær fimmtudag fóru allir af Rjóðri upp í reit og tíndu rifsber. Þegar við komum til baka gerðum við rifsberjahlaup sem börnin svo fengu með ristaða brauðinu á föstudagsmorgun. Þeim fannst þetta allt mjög spennandi nema þegar kom að því að smakka - þá voru ekki allir jafn spenntir. Í sultugerðinni sáu þau hvernig hægt er að nýta t.d. rifsber en einnig sáu þau hversu mikill sykur er í sultu og ræddum við aðeins hversu lítið holl sulta er:
https://skolar.svalbardsstrond.is/is/alfaborg/myndir/rifsberja-ferd-26-agust-21
-Mánudaginn síðasta fóru verðandi Krummar, Spóar og Lóur í gönguferð niður að vita og svo með ströndinni í fjöru. Börnin máttu taka með sér steina sem þau sem vildu máluðu og límdu saman og höfðu svo með sér heim:
https://skolar.svalbardsstrond.is/is/alfaborg/myndir/gongu-og-fjoruferd-23-agust-21
-Næsta mánudag, 30 ágúst, byrja Krummar að fara í grunnskólann. Það er mikilvægt að þau séu komin fyrir kl. 8 í leikskólann svo við getum verið mætt á réttum tíma í Valsárskóla. Þessi tími á mánudögum er gjaldfrjáls, þ.e. fyrir þau börn sem greitt er fyrir frá kl. 8:00
-Spóar fara svo í íþróttatímann eins og fram kemur í dagskipulagi.
-Uppbrotsdagar verða eftirleiðis á þriðjudögum og hefjast með berjadegi næsta þriðjudag. Farið verður með Krumma og Spóa í berjaferð þar sem gegnið verður upp í Vaðlaheiðina með nesti. Þetta er sá hópur sem er í útiskóla á miðvikudögum. Ef veðurspá breytist þá erum við sem betur fer sveigjanleg og gerum þá bara eitthvað annað. Útfærsla berjadags hjá Lóum og Þröstum krefst minni göngu.
-Næsta miðvikudag byrjar útiskólinn sem er í samvinnu við Valsárskóla en þá fara Krummar, Spóar, 1. og 2. bekkur saman í ferð á tveimur jafnfljótum. Við tökum með okkur hádegisverðinn og snæðum úti ef veður leyfir.
-Verkefnin hjá Lóum og Þröstum eru meira byggð á leik þó svo að sjálfsöguðu séum við oftast öll að leika okkur. Þau eru einnig í tónlist og listum og nóg við að vera. Þau munu svo að sjálfsögðu vaxa upp í það að verða Spóar og svo Krummar með þeim meira krefjandi verkefnum sem þar eru.
-Kveðjur frá öllum á Lundi.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.