Skólaárið 2021-2022 í Valsárskóla fer bráðum að ljúka. Það er starfsdagur á föstudaginn 27. maí og því ekki kennsla. Næsta vika er svo síðasta vikan og verður hún nokkuð viðburðarík. Mánudagur og þriðjudag er samkvæmt stundaskrá en síðustu þrír dagarnir eru vordagar.
Miðvikudagurinn 1. júní - yngsta stig verður í mikilli útivist, 5. - 8. bekkur fer til Hríseyjar og 9. - 10. bekkur verður í starfskynningum. Skólabíll fer 13:10.
Fimmtudagurinn 2. júní - allir nemendur fara í Kjarnaskóg þar sem við njótum útivistar og grillum. Skólabíll fer 13:10. Um kvöldið er svokölluð ,,síðasta kvöldmáltíð” með útskriftarnemendum og foreldrum þeirra. Þeir mun fá boðsbréf á næstunni.
Föstudagurinn 3. júní - útivera á skólalóð, hefðbundnir leikir og vatnsslagur, við endum á grilli og skólabíll fer 13:10. Formlega skólaslit verða á sal kl. 16:00 og í kjölfarið verða seldar veitingar á vegum ferðasjóðs.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.