Bókmenntahátíð barnanna haldin með glæsibrag 4. desember

Bókmenntahátíð barnanna fór fram 4. desember þar sem nemendur í 5.–8. bekk úr Valsárskóla, Reykjahlíðarskóla, Stórutjarnaskóla, og Hrafnagilsskóla kynntu afrakstur margra mánaða skapandi vinnu. Á dagskránni voru tónlistaratriði, upplestur úr nýútgefnum bókum nemenda og eiginhandaráritanir. Að lokinni dagskrá opnuðu nemendur sölubása þar sem boðið var upp á bækur í takmörkuðu upplagi.

Nemendur unnu að gerð bóka frá grunni og lærðu um ferlið – hugmyndavinnu, textagerð, uppbyggingu sögu, ritstjórn og framsetningu. Hver skóli stofnaði eigið forlag og hannaði merki fyrir það, en meðal forlaga voru Valsóforlag, Elding, Dimmuborgir,  og Forlagið Stórutjarnir.

Sigrún Rósa og Ólafur kennarar í Valsárskóla sáum um verkefnið í Valsárskóla og fá þau miklar þakkir fyrir. 

Rithöfundarnir Berglind Erna og Þórunn Rakel heimsóttu skólana þrívegis yfir veturinn og veittu nemendum einstaklingsbundna leiðsögn í ritun og myndsköpun. Bæði verkefnið og þessi vinnuaðferð varðu möguleg þökk sé rausnarlegum styrk frá Sprotasjóði Rannís, sem skólarnir og rithöfundarnir fengu til að þróa og efla bókmenntastarf nemenda.

Hátíðin tókst afar vel og nemendur voru stoltir af árangrinum. Skólarnir þakka öllum gestum fyrir frábæra mætingu og stuðning.