Árshátíðin verður fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:00 í íþróttasal Valsárskóla

Við í Valsárskóla erum mjög ánægð að geta haldið hefðbundna árshátíð í Valsárskóla eftir tveggja ára hlé.

Árshátíðin verður fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:00 í íþróttasal Valsárskóla.
Þar munu allir námshópar sýna atriði og eru foreldrar og aðrir sem tengjast nemendum velkomnir.


Ferðasjóður nemenda selur inn á árshátíðina og kostar 1500 kr. fyrir alla sem eru vaxnir upp úr grunnskóla.

Um morguninn ætlum við að baka Subway kökur vegna fjáröflunar fyrir styrktarbarn Valsárskóla, hann Abdul, en skólinn hefur undanfarin ár styrkt ABC barnahjálp.
Vinnan við baksturinn fer fram í skólanum og taka allir nemendur þátt í henni.

Eftir sýninguna geta foreldrar, nemendur og aðrir gestir sest niður og spjallað í matsal skólans. Þar verður hægt að kaupa sér Subway köku, kaffi og mjólk.
Þannig er ætlunin að gefa fólki tækifæri til að njóta þess að hittast og spjalla. Ef einhverjir eru tímabundnir þá er hægt að kaupa kökur og taka með heim.

Hver kaka verður seld á 200 kr. kaffi kostar 200 kr. og mjólk 100 kr.