Árshátíð verður fimmtudaginn 30. mars kl. 17:00 í íþróttasal Valsárskóla.
Þar munu allir námshópar sýna atriði og eru foreldrar og aðrir sem tengjast nemendum velkomnir.
Ferðasjóður nemenda selur inn á árshátíðina og kostar 1500 kr. fyrir alla sem eru vaxnir upp úr grunnskóla.
Um morguninn ætlum við að baka Subway kökur vegna fjáröflunar fyrir styrktarbarn Valsárskóla, hann Abdul, en skólinn hefur undanfarin ár styrkt ABC barnahjálp.
Vinnan við baksturinn fer fram í skólanum og taka allir nemendur þátt í henni.
Eftir sýninguna geta foreldrar, nemendur og aðrir gestir sest niður og spjallað í matsal skólans. Þar verður hægt að kaupa sér Subway köku, kaffi og mjólk.
Þannig er ætlunin að gefa fólki tækifæri til að njóta þess að hittast og spjalla. Ef einhverjir eru tímabundnir þá er hægt að kaupa kökur og taka með heim.
Hver kaka verður seld á 300 kr. kaffi, vatn og mjólk verður í boði fyrir þá sem vilja.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.