Allt skólahald fellur niður í Valsárskóla og Álfaborg mánudaginn 7. febrúar 2022

Allt skólastarf fellur niður í Valsárskóla og Álfaborg á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna slæms veðurútlits. Það verður í gildi appelsínugul viðvörun frá Veðurstofu Íslands og vindáttin lofar ekki góðu.  Reiknað er með ófærð og ætlar Vegagerðin ekki að hefja mokstur fyrr en eftir hádegið eða þegar veðrið gengur niður. Almannavarnanefnd er með í þessari ákvörðun og hvetur fólk til að halda sig heima meðan veðrið gengur niður.  

Í stuttu máli, það verður ekki skólabíll á morgun, ekki kennsla og ekki starfsemi í Vinaborg. Skólarnir verða lokaðir en hægt er að ná í skólastjóra Valsárskóla í síma 8640031 og skólastjóra Álfaborgar í síma 6961528 ef einhverjar spurningar vakna.