Nú hefur verið samþykkt í skólanefnd og staðfest í sveitarstjórn að leikskólanum Álfaborg verður lokað í fjórar vikur sumarið 2023 líkt og síðastliðið sumar. Sumarlokun verður frá og með 10. júlí til kl. 10:00 8. ágúst. Öll börn í leikskólum taka að lágmarki samfellt fjögurra vikna frí en foreldrar geta að sjálfsögðu tekið lengra frí með sínum börnum.
Samkvæmt tillögum skólanefndar hefur sveitarstjórn samþykkt að hækka aldur inntöku barna í 12 mánaða. Breytingin er í takt við gildandi lög um fæðingarorlof foreldra og tekur gildi nú þegar.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.