Álfaborg - sumarlokun og fleira

Nú hefur verið samþykkt í skólanefnd og staðfest í sveitarstjórn að leikskólanum Álfaborg verður lokað í fjórar vikur sumarið 2023 líkt og síðastliðið sumar. Sumarlokun verður frá og með 10. júlí til kl. 10:00 8. ágúst. Öll börn í leikskólum taka að lágmarki samfellt fjögurra vikna frí en foreldrar geta að sjálfsögðu tekið lengra frí með sínum börnum.

Samkvæmt tillögum skólanefndar hefur sveitarstjórn samþykkt að hækka aldur inntöku barna í 12 mánaða. Breytingin er í takt við gildandi lög um fæðingarorlof foreldra og tekur gildi nú þegar.