Álfaborg opnar á morgun fimmtudag

Leikskólanum Álfaborg var lokað á þriðjudag á meðan beðið var niðurstöðu úr sýnatöku sem fjölskyldumeðlimur starfsmanns fór í.

Öll höfum við beðið frétta af niðurstöðu skimunar og nú liggur hún fyrir. Ekki reyndist um COVID-19 að ræða og kætumst við mjög yfir því um leið og við sendum þeim sem veikir eru góðar kveðjur með ósk um skjótan bata.

Nemendur og starfsmenn leikskólans Álfaborgar geta kátir mætt til starfa á morgun fimmtudag. Þau börn sem áttu að mæta í aðlögun í þessari viku, koma í aðlögun þriðjudaginn 1. september. Foreldrar sem fylgja börnum sínum í aðlögun fá grímur og hanska í skólanum. Foreldrar skila börnum sínum úti við inngang leikskólans eins og verið hefur og starfsmenn taka þar á móti nemendum.

Þetta er mikill léttir og nú getur skólastarfið í leikskólanum hafist með nýjum nemendum og spennandi verkefnum. Um leið er sú staða sem upp kom áminning um að við slökum ekki á og höldum áfram að halda starfinu svæðaskiptu og takmörkum samgang milli svæða.

 

Með kærri kveðju,

Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir skólastjóri Álfaborgar