Álfaborg er leikskóli Svalbarðsstrandar. Í skólanum eru 40 börn og 11-13 kennarar og leiðbeinendur í 9-10 stöðugildum, auk leikskólastjóra.
Börn sveitarfélagsins á leikskólaaldri eiga kost á að byrja leikskóladvöl strax við 12 mánaða aldur. Foreldrar geta valið dvalartíma á bilinu frá 7:45-16:15. Hér má kynna sér kennara og leiðbeinendur í skólanum.
Hreiður
Hreiður er deild fyrir yngstu börnin frá 12 mánaða aldri, þar dvelja að jafnaði 8-10 börn og tveir til þrír kennarar og leiðbeinendur, allt eftir aldri og fjölda barnanna. Sér forstofa og garður, vel búinn nýjum leiktækjum, er fyrir Hreiður. Hlið er frá litla garði yfir í stóra garð. Um 20-24 mánaða aldur flytjast börnin fram á eldri deildina Lund. Börnin í Hreiðri leggja sig úti í vögnum en þar er góð aðstaða vestan við húsið, einnig er hægt að geyma vagnana inni ef foreldrar kjósa svo. Árgangarnir á Hreiðri eru Maríuerlur (1.-2.ja ára).
Rjóður
Rjóður er deild fyrir miðhópinn, þar dvelja 11 börn og 3-4 kennarar og leiðbeinendur. Börn Kvists og Rjóðurs blandast iðulega í leik og starfi og hafa sameiginlega forstofu og útisvæði. Börnin hafa góða aðstöðu inni til leikja og hvíldar/svefns. Á Rjóðri dvelja þau í eitt til tvö ár og flytjast svo yfir á Kvist, elstu deildina, þar sem þau eru til sex ára aldurs. Árgangarnir á Rjóðru eru Þrestir (2ja ára) og Lóur (3ja ára).
Kvistur
Kvistur er deild fyrir elstu börnin, þar dvelja 15 börn og 3 kennarar/leiðbeinendur. Börn Rjóðurs og Kvists blandast iðulega í leik og starfi og hafa sameiginlega forstofu og útisvæði. Mikið samstarf er með Kvist við Valsárskóla, meðal annars eru Krumma-börnin í útiskóla með 1 og 2 bekk ásamt annarri blöndun í skólanum þar sem þau læra hægt og rólega á skóla umhverfið.