Upplýsingar um Vinaborg

Vinaborg er frístundaheimili fyrir nemendur í Valsárskóla í 1. - 4. bekk. Starfsfólk Vinaborgar mun vinna með hugmyndir um frístundastarf í samræmi við skilgreint hlutverk frístundaheimila sem gefið er út af Menntamálaráðuneytinu. Starfið verður mótað næstu ár og er markmiðið að starfið muni uppfylla öll viðmið. Veturinn 2020-21 verður útbúin umbótaáætlun sem verður metin og endurskoðuð árlega og henni fylgt næstu ár. Sjá viðmið um frístundastarf:

Starfsfólk
Starfsfólk Vinaborgar eru starfsmenn Valsárskóla og starfa undir stjórn skólastjóra. Umsjónarmaður Vinaborgar ber ábyrgð á daglegu starfi, skipulagi, skráningu barna og samskiptum við foreldra. 

Starfsfólk Vinaborgar vinnur á starfsdögum fyrir starfstíma skólans og í lok skólaárs líkt og kennarar og hefur þá tækifæri til símenntunar og samstarfs við kennara og annað starfsfólk skólans. Vinaborg starfar eftir ákveðnu skipulagi með fjölbreyttum verkefnum, sjá nánar í áætlun sem verður unnin á skólaári 2020-2021.

Opnunartími
Vinaborg er opin eftir kennslu til kl. 16:15 á starfstíma Valsárskóla. Vinaborg er opin frá 8:00-16:15 á starfsdögum kennara á skólatíma sem eru að jafnaði 5 dagar á skólaárinu, á samtalsdögum, í haust- og vetrarfríum, milli jóla og nýjárs og í dymbilviku.

Skráning
Mikilvægt er að foreldrar skrái börn sín í Vinaborg og skrifi undir dvalarsamning og vistunartími sé eins skýr og hægt er. Foreldrar skrá nemendur að hausti en geta einnig skráð frávi og heila daga fyrir 26. hvers mánaðar þannig að hægt sé að skipuleggja starfið næsta mánuð. Sérstaklega þarf að huga að skráningu fyrir heila daga eins og starfsdaga í Valsárskóla, samtalsdaga, haustfrí, vetrarfrí, virka daga milli jóla og nýárs og í dymbilviku. 

Skráning er mikilvæg vegna fæðis og skipulags starfsins. Kaffitími er kl. 14:30 og þeir sem eru í Vinaborg fram yfir þann tíma greiða fyrir hressingu. Foreldrar barna í 1. - 4. bekk munu fá sendan vistunarsamning og skráningarform í tölvupósti að hausti og svo skráningarformið mánaðarlega 20. - 26. hvers mánaðar.

Biðtími
Biðtími er fyrir börn sem þurfa að bíða í skólanum til kl: 14:00 til að taka skólabíl heim. Yngri nemendur eru þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í kennslu til kl: 13:00 og eru þá daga í skilgreindum biðtíma í Vinaborg í 1 klst á dag. Sá tími er gjaldfrjáls fyrir foreldra. Á föstudögum eru allir nemendur búnir í skólanum kl: 12:00 og fer skólabílinn þá með alla nemendur þannig að enginn biðtími skapast.

Þeir nemendur sem fara í tónlistarnám eftir skólatíma eða með skólabíl til Akureyrar vegna íþrótta eða tómstunda greiða fyrir vistunartíma sem þörf er á vegna þessa. 

Ofangreint er samkvæmt samþykkt skólanefndar 10. júní og 18. ágúst 2020

Nokkrir punktar um starfsemi Vinaborgar:

 • Gjaldskrá og fleiri upplýsingar um Vinaborg verða aðgengilegar á vefsíðu bæði Valsárskóla og sveitarfélagsins. 

 • Neyðarkort nemenda í Valsárskóla sem eru í Vinaborg verða afrituð að hausti þannig að starfsfólk Vinaborgar hafi þau við hendina. 

 • Tryggt er að starfsfólk Vinaborgar sé ekki sett í önnur störf í skólanum þannig að það hafi neikvæð áhrif á starfsemi Vinaborgar.

 • Vinaborg hefur síma sem er aðgengilegur og auglýstur bæði fyrir foreldra og starfsfólk. Síminn er 8325430.

 • Foreldrar sækja börn um suðurinngang í lok dags þar sem þeir hitta starfsmann og taka töskur og klæðnað. Ef börn eru sótt á öðrum tímum geta þau verið með starfsfólki á öðrum stöðum í húsinu og á skólalóð. Alltaf er hægt að hafa samband í síma 8324530 sem umsjónaraðili Vinaborgar er með á sér. 

 • Börn eru aldrei send heim eða annað nema í samráði við foreldra. 

Skólaárið 2020-2021

Starfsfólk kemur til starfa mánudaginn 17. ágúst og hættir störfum þriðjudaginn 8. júní nema um annað sé samið. 

Starfsemi í Vinaborg hefst mánudaginn 24. ágúst og hættir föstudaginn 4. júní. 

Vinaborg er opin allan dagin

 • 24. ágúst (starfsdagur og skólasetning)
 • 20.- 23. október (samtalsdagur, starfsdagur og haustfrí)
 • 4. janúar (starfsdagur)
 • 17. - 19. febrúar (öskudagur og vetrarfrí)
 • 15. - 16. mars (starfsdagur og samtalsdagur)
 • 14. maí (starfsdagur)

Vinaborg opin vika daga milli jóla og nýjárs og í dymbilviku. 

Athugið að heilu daga þarf að skrá sérstaklega.  

Gjaldskrá skólavistunar Valsárskóla - Gjaldskrá til áramóta 2020

Mánaðargjald                                6.510 kr. 
Tímagjald umfram 20 klst               326 kr.
Síðdegishressing                            105 kr.
Veittur er 25% systkinaafsláttur