Sundkennsla í Valsárskóla

Á fimmtudag og föstudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og þá byrjar einnig sundkennslan. Mikilvægt er að börnin séu með sundgleraugu og sundföt sem þægilegt er að synda í. Best er ef stelpur eru í sundbol eða sport bikiní en ekki strandabikiní þar sem það helst illa uppi og strákar í sundskýlum eða hjólabuxum í stað stuttbuxna því það hamlar þeim í sundi. Einnig er mikilvægt að þau séu ekki í allt of stórum sundfötum því þau haldast illa á.
Ef einhverjar spurningar vakna þá megið þið gjarnan senda mér póst eða hringja í skólann.

Harpa Helgadóttir