Ný reglugerð vegna sóttvarna í grunnskólum

Nú er komin ný reglugerð þar sem aðgangur foreldra að skólanum er rýmkaður.

Þar kemur fram að foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingu og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki.