Haustfundir í námshópum í Valsárskóla

Skólastarfið gengur vel og munum við kynna starfið í námshópunum fyrir ykkur í næstu viku. Við bjóðum ykkur á kynningarfund með umsjónarkennara fimmtudaginn 16. september.

Athugið að við færðum fundartíma með foreldrum í  1. - 2. bekk og 7. - 8. bekk fram þar sem hann var óþarflega seint samkvæmt fyrstu hugmyndum.

Fimmtudagur 16. september

     16:15 - 7. - 8. bekkur og 1. - 2. bekkur 

     17:15 - 5. - 6. bekkur

     18:00 - 9. - 10. bekkur

     18:45 - 3. - 4. bekkur

Aðalfundur foreldrafélagsins verður kl. 19:30 í matsalnum. 

Ferðasjóður nemenda mun selja veitingar og sjá um barnapössun gegn gjaldi. Fyrirkomulagið verður kynnt á FB.

Við hlökkum til að hitta ykkur þar sem skólastarfið nær allt síðasta ár var markað af margs konar sóttvörnum og hamlaði mjög samstarfi og samráði við ykkur.

Ætlunin er að hafa foreldraþing miðvikudaginn 13. október en það verður auglýst síðar.