Forritarar framtíðarinnar

Valsárskóli hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 28 skóla um sem nemur 9 milljónum króna. Styrkur skiptast í tvo meginflokka, annars vegar um 1,5 milljón vegna námskeiða og hins vegar 7,5 milljónir vegna kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði. Ljóst er að þörf skóla er mikil á þessu sviði því í ár var sótt um styrki sem í heild nema yfir 40 milljónum króna og því ljóst að ekki var hægt að veita öllum styrk sem sóttu um. 

Valsárskóli fékk styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð kr. 150.000. Við höfum nú þegar pantað 5 stk. af Sphero sem eru lítil vélmenni sem tengja saman leik og forritunarkennslu. Vélmennið er að fullu forritunarlegt og hannað til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir.