Við fengum reglugerð frá yfirvöldum í gærkvöldi sem hefur sýnt sig að hægt er túlka á mismunandi hátt. Við höfum unnið að skipulagningu í dag og lagt okkur fram við að gera allt rétt, við endurmetum skipulagið og bætum eftir þörfum. Það er ljóst að við þurfum öll að vera jákvæð og dugleg að láta þetta ganga upp.
Við höfum skipt skólanum upp í fjögur sóttvarnahólf sem við köllum gult hólf, rautt hólf, grænt hólf og appelsínugult og óskum eftir að símtöl til skólans fari beint í viðeigandi hólf.
Gult hólf: nemendur í 1. - 4. bekk og Vinaborg - bein símanúmer í gula hólfinu eru: 4645516 Guðfinna, 4645522 Bryndís, 4645521 Ásrún og í Vinaborg 8324530.
Nemendur og starfsfólk ganga inn að sunnan.
Kennarar og starfsmenn eru Guðfinna, Bryndís, Ásrún, Beta, Gísli og Sólveig Sigurbjörg.
Samanlagður fjöldi nemenda og starfsfólks er 26. Hér mættu vera 50 nemendur skv. reglugerð.
Rautt hólf: nemendur í 5. - 6. bekk - beint símanúmer í rauða hólfinu er 4645515 Sigrún Rósa.
Nemendur og starfsfólk ganga inn að norðan.
Kennarar og starfsmenn eru Sigrún Rósa, Einar Bjarki og Harpa.
Samanlagður fjöldi nemenda og starfsfólks er 15. Hér mættu vera 25 nemendur skv. reglugerð.
Grænt hólf: nemendur í 7. - 10. bekk - bein símanúmer í grænu hólfinu eru: 4645514 Helgi Viðar, 4645520 Svala, 4645511 María
Nemendur og starfsfólk ganga inn að vestan.
Kennarar og starfsmenn eru Helgi Viðar, Svala, María og Heiðrún.
Samanlagður fjöldi nemenda og starfsfólk er 20. Hér mættu vera 25 nemendur skv. reglugerð.
Appelsínugult hólf er tónlistarstofa - beint símanúmer er 4645519 Tiiu.
Starfið í tónlistarskólanum verður að hluta í fjarkennslu og ræðst að aðstæðum. Haft verður samband við nemendur og foreldra.
Sími hjá skólastjóra er: 4645011 og ef áríðandi er að ná sambandi við skólastjóra utan hefðbundins vinnutíma er númerið 8640031.
Við höfum skipt öllu starfsfólki upp í þessi fjögur hólf, en alls mega vera 10 starfsmenn í hverju hólfi. Allt samstarf og samráð milli hólfa fer fram í gegnum síma, tölvupóst og fjarfundi. Allt nám og kennsla fer fram innan hvers hólfs og matast nemendur gula hólfsins á sínu svæði en aðrir í matsal.
Nemendur í 5. - 10. bekk nota grímur nema þegar þeir sitja/vinna á sínum stað inni í kennslustofum. Kennarar og annað starfsfólk notar alltaf grímur nema þegar það leggur inn verkefni og kennir frá töflu í a.m.k. 2 m fjarlægð frá nemendum.
Skólastjóri mun fara með skólabíl á þriðjudagsmorgun og láta alla nemendur fá grímur og eftir það verða grímur í bílnum. Nemendur fá fast sæti í bílnum þangað til reglur breytast. Við óskum eftir að allir sem vinna við skólana og/eða fara með börn í leikskólann taki grunnskólabörn með sé þannig að það verði færri í skólabílnum.
Skólatími í 1. - 4. bekk er ekkert skertur en kennslan tekur mið af ýmsu, t.d. má ekki kenna íþróttir. Hjá nemendum í 5. - 10. bekk getum ekki haldið uppi eðlilegri tímalengd þar sem við getum t.d. ekki kennt valgreinar, íþróttir, smíðar o.fl.
Kennt verður alla virka daga frá 8:05 - 13:00 og skólabíll fer frá skólanum kl: 13:10.
Vinaborg verður opin frá 13:00 - 16:15 alla virka daga fyrir skráð börn.
Engir gestir mega koma í skólann en við hvetjum ykkur til að nota tölvupóst og síma. Við munum vera dugleg að upplýsa ykkur um hvernig allt gengur í skólanum við þessar óvenjulegu aðstæður.
Yfirvöld hvetja foreldra til að takmarka samskipti milli barna utan skóla nema í sama hólfi. Einnig mælumst við til að leiktækin við skólann séu notuð af nemendum í 1. - 4. bekk. Sparkvöllurinn er frátekin fyrir nemendur í 7. - 10. bekk og 5. - 6. bekkur verður með folf.
Ef nemendur sýna einhver einkenni sem geta bent til veikinda þurfa þeir að vera heima. Best er að hafa samband við heilsugæsluna eða Heilsuveru og fá ráð ef grunur ef um smit og láta skólann vita.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef eitthvað er óljóst eða veldur ykkur áhyggjum. Markmiðið er að ná smitum niður og verja okkur öll þannig að eðlilegt starf komist á sem fyrst.
Kveðja, starfsfólk Valsárskóla