Valsárskóli - breytingar á skólastarfi vegna hertra aðgerða - COVID-19

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Það er stutt á milli bréfa frá okkur þessa dagana

Nú er allt að breytast í sambandi við starf í grunnskólum á landinu öllu vegna hertra aðgerða vegna COVID-19. Við erum ekki búin að fá reglugerð varðandi skólastarf og fáum hana líklega ekki fyrr en á laugardag eða sunnudag. Það sem við vitum er að við þurfum að gera miklar breytingar á skólastarfinu frá því sem nú er. Við vitum ekki hvort hólfaskipting svipuð og var í vor dugar, eða hvort við förum í fjarkennslu að einhverju eða öllu leiti. 

Við þurfum að hafa starfsdag á mánudaginn til að undirbúa og skipuleggja skólastarfið út frá reglugerðum sem við fáum um helgina. Þannig að það verður ekki kennsla í Valsárskóla á mánudag og Vinaborg verður lokuð. Tónlistarkennsla fellur niður á mánudaginn.

Kennarar og starfsfólk mæta til vinnu á mánudaginn, fara yfir allar reglur og undirbúa starfið næstu vikurnar. 

Við munum senda ykkur upplýsingabréf á mánudaginn um skólastarfið næstu daga og vikur. 

Nú skiptir öllu að standa saman og sýna þrautseigju og úthald. 

Kveðja, María og Svala