Ágætu foreldrar og forráðamenn
Nú er komið að haust- og kynningarfundum í Valsárskóla og aðalfundi foreldrafélagsins. Við erum búin að raða fundunum þannig upp að allir geti mætt á fund hjá sínum börnum. Þannig geta eingöngu fundur í 1. - 2. bekk og 9. - 10. bekk verið á sama tíma. Sumir foreldrar mæta á þrjá fundi í röð og aðrir mæta á tvo og fá eyðu og svo framvegis. Í kjölfarið verður aðalfundur foreldrafélagsins þannig að best er að taka 16. september frá. Hvað varðar sóttvarnarreglur þá virðum við 1 m regluna sem nú er í gildi.
Bekkir |
Umsjón |
16. september |
1. - 2. bekkur |
Guðfinna |
17:15 |
9. - 10. bekkur |
Helgi Viðar |
17:15 |
3. - 4. bekkur |
Bryndís |
18:00 |
5. - 6. bekkur |
Sigrún Rósa |
18:45 |
7. - 8. bekkur |
Svala |
19:30 |
Aðalfundur foreldrafélagsins |
Stjórn félagsins |
20:15 |
Við reiknum með 45 mín. á hvern bekk og munu umsjónarkennarar m.a. ræða um fyrirkomulag náms, námsmat, Mentor, stoðþjónustu og fleira. Skólastjóri ætlar að koma á fundina og ræða hugmyndir um breytt fyrirkomulag á foreldrasamtölum.
Foreldrafundir að hausti eru ekki bara mikilvægir fyrir okkur hér í skólanum til að miðla upplýsingum og skapa umræður heldur eru þeir líka mikilvægir fyrir foreldrahópinn sem að í flestum tilfellum á börn saman í bekk í 10 ár. Ykkar samstaða og stuðningur við nám nemenda og skólastarfið er mikilvægur.
Aðalfundur foreldrafélagsins er kl. 20:15 og munu sumir foreldrar koma aftur til að mæta á hann eða hinkra í matsalnum þar sem veitingar verða seldar. Ferðasjóður nemenda mun selja gestum veitingar. Þeir foreldrar sem það kjósa geta boðið sínum börnum upp á veitingar og munu nemendur sem standa fyrir söfnuninni einnig sjá um gæslu meðan á fundum stendur fyrir þá sem þurfa. Farið verður eftir öllum reglum og þannig munu nemendur og þeir sem aðstoða þá við veitingasöluna vera með grímur og hanska. Ekki verður boðið upp á gæslu eftir 19:30 þar sem yngri börn þurfa þá að vera komin í ró.
Með ósk um góða mætingu og gott samstarf í vetur
Starfsfólk Valsárskóla og foreldrafélag Valsárskóla