Ágætu foreldrar og forráðamenn
Í dag er komin ný reglugerð frá yfirvöldum um takmarkanir vegna farsóttar sem gilda næstu tvær vikur. Við höldum úti hefðbundnu skólastarfi og vonumst til að geta það áfram. Við þurfum að takmarka aðgang óviðkomandi að skólabyggingum og þetta þýðir að foreldrar og aðstandendur koma ekki inn í skólabygginguna nema brýna nauðsyn beri til og með leyfi. Starfsfólk skólans gætir að 1 metra nálægðartakmörkun eins og kostur er. Þeir sem þurfa að koma inn í skólabygginguna t.d. vegna vöruflutninga þurfa að virða 1 metra nálægðartakmörk.
Við viljum auðvitað vera í sambandi við foreldrar og hvetjum ykkur til að nota síma og tölvupóst.
Þessar tvær vikur falla niður blakæfingar fullorðinna, sundleikfimi fullorðinna, aðalfundur foreldrafélagsins og samvera fyrir eldri borgara.
Nánari upplýsingar verða senda um tónfund sem fyrirhugaður er 12. október sem gæti orðið einungis með nemendum.
Líklegt er að við höfum samtöl við foreldra á samtalsdegi 20. október í gegnum síma eða tölvur. Nánar um það síðar.
Þessar reglur gilda til og með 19. október 2020.