Nám og kennsla hefst eftir jólafrí á morgun þriðjudaginn 5. janúar. Nú er komin ný reglugerð sem gildir til 28. febrúar, hún er þannig að við getum haft hefðbundið skólastarf samkvæmt stundartöflu m.a. íþróttakennslu og valgreinar. Við þurfum ekki lengur að hafa skólastarfið í hólfum og allir ganga inn um sama inngang, eins og var áður. Starfsmenn mega vinna saman upp í 20 manns en þurfa að vera með grímur ef þeir geta ekki haldið 2 m millibili. Ef foreldrar eiga brýnt erindi í skólann verða þeir að hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjóra og þurfa að hafa grímu. Eins og áður getur þessi reglugerð tekið breytingum með stuttum fyrirvara.
Til að það sé skýrt þá erum við að fara að starfa eftir þeirri stundartöflu sem var kynnt í lok október þar sem gerðar voru smávægilegar breytingar á stundatöflum nemenda. Sjá hér að neðan.
|
mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur |
föstudagur |
1.- 4. bekkur |
Kennslu líkur kl:13:00 og nemendur fara heim. Biðtími til kl:14.00 fyrir þá sem taka skólabíl sem fer kl:14:10 frá skólanum. Vinaborg er opin til kl:16:15 fyrir þá sem eru skráðir þar. |
Kennslu líkur kl:13:00 og nemendur fara heima. Skólabíll fer kl:13:10.
Vinaborg er opin til kl:16:15 fyrir þá sem eru skráðir þar.
|
5. - 10. bekkur |
Kennslu líkur kl:14:00, nemendur fara heim. Skólabíll fer kl:14:10 |
Kennslu líkur kl:13:00 nemendur fara heim. Skólabíll fer kl:13:10 |
Nemendur þurfa ekki að hafa grímur, hvorki í skólabíl eða í skólanum.
Við erum að fá nýjan skólabílstjóra og mun María fara með bílnum í fyrstu ferðirnar, þriðjudaginn 5. janúar.
Með ósk um gott samstarf, starfsfólk Valsárskóla