Bréf til foreldra í Valsárskóla 20. apríl 2021

Nú hefur verið kveikt á ærslabelgnum og erum við með ágætt skipulag hvernig nemendur nota hann á skólatíma. Nemendur virða skipulagið og við erum auk þess með gæslu bæði í frímínútum og hádegi.  

Nú hafa komið nokkuð margar ábendingar frá fólki um læti á belgnum eftir skóla og um helgar. Nemendur í Valsárskóla staðfestu það í morgun að stundum ríki hálfgert stríðs ástand á belgnum. Þar eru margir krakkar að leika sér á misjöfnum aldri og ákveðin átök í gangi. Þar blandast saman leikskólakrakkar og grunnskólanemendur allt upp í 16 ára aldur. Töluvert er um að yngri krakkar sé eftirlitslausir og höfum við af því miklar áhyggjur. Við höfum fengið ábendingar um að börn og unglingar séu að hoppa af útiborði á belginn og mikil slagsmálamenning sé í og við belginn. Krakkarnir hafa verið að skella saman og spýtast harkalega út af belgnum. Við hvetjum ykkur til að ræða við ykkar börn og fylgjast vel með notkun á belgnum.

Skólastjóri hefur gengið í flesta bekki og rætt við nemendur um hvað beri að varast.

Hjálpumst öll að við að ærslabelgurinn sé notaður á jákvæðan hátt öllum til ánægju.

Með kveðjur úr Valsárskóla