Bréf til foreldra í Valsárskóla 17. ágúst

Svalbarðsströnd 17. ágúst 2020

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda í Valsárskóla

Nú styttist í nýtt skólaár og erum við spennt að fá nemendur í hús. Við erum að undirbúa skólastarfið með skipulagningu og sí- og endurmenntun. Töluverðar framkvæmdir  eru í húsinu sem verða vonandi að mestu búnar fyrir skólasetningu. Verið er að bæta og breyta kaffistofu starfsfólks, forstofu nemenda og kennslustofunni Dropa. 

Reglur frá yfiröldum
Hvað varðar sóttvarnir fáum við leiðbeiningar frá Menntamálaráðuneytinu sem fer eftir tillögum sóttvarnarlæknis og Almannavarna. Við reiknum með að skólastarfið verði venju samkvæmt en megum þó ekki hafa hefðbundna skólasetningu á sal né kaffisölu 24. ágúst. Foreldrar sem eiga erindi í skólann þurfa að fara eftir 2 m reglunni og eru vinsamlega beðnir að koma ekki í skólann nema eiga þangað brýnt erindi. Við viljum að sjálfsögðu vera í góðu sambandi við ykkur og getum notað til þess síma og tölvur. 

Skólasetning
Skólasetning verður með nemendum mánudaginn 24. ágúst kl. 16:00 - 16:30. Þá fara nemendur í sínar heimastofur og hitta umsjónarkennara. Foreldrar nemenda í 1. – 2. bekk eru velkomnir með sínum börnum og mæta í matsalinn með sínum börnum þar sem við getum tryggt 2 m regluna.

Skólabyrjun
Skólinn hefst með haust- og útivistardögum þriðjudaginn 25. ágúst og miðvikudaginn 26. ágúst. Þá tvo daga lýkur skóla kl: 13:00. Hefðbundið skólastarf hefst svo fimmtudaginn 27. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Skólabílinn
Áætlun fyrir skólabílinn er klár og verður send á þau heimili sem nýta bílinn. Sú áætlun fer líka á heimasíðu skólans en gæti verið uppfærð ef tímasetningar passa ekki. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið sjáið að áætlunin gengur ekki upp. Athugið að hann fer heim kl. 13:00, þriðjudag og miðvikudag 26. – 27. ágúst.

Vinaborg
Vinaborg hefur starfsemi mánudaginn 24. ágúst og er opin allan þann dag. Eftir það verður hún opin eftir kennslu til 16:15. Allir þeir sem ætla að nýta Vinaborg eru hvattir til að skrá sín börn í gegnum heimasíðu skólans fyrir 24. ágúst. Öll heimili nemenda í 1. - 4. bekk fá tölvupóst með nánari upplýsingum um Vinaborg og starfið þar á næstu dögum.

 https://skolar.svalbardsstrond.is/is/valsarskoli/umsokn-um-vistun-i-vinaborg

 Tónlistarskólinn
Það stóð til að setja tónlistarskólann mánudaginn 24. ágúst með kynningu og skráningu. Við þurfum að fresta þeirri kynningu eða fella niður. Kennsla hefst í tónlistarskólanum mánudaginn 31. ágúst. Við hvetjum nýja nemendur til að skrá sig í tónlistarnám og bjóðum eldri nemendur velkomna. Hægt er að skrá sig á heimasíðu skólans. Einnig er hægt að hafa samband við Tiiu deildarstjóra tiiu.laur@svalbardsstrond.is

 https://skolar.svalbardsstrond.is/is/tonlistarskolinn/umsokn-um-nam-i-tonlistardeild

 Skóladagatal
Skóladagatal Valsárskóla er aðgengilegt á heimasíðu skólans og þar eru einnig upplýsingar um skólann. Öll heimili fengu skóladagatal í vor og hvetjum við ykkur til að hafa það við hendina og ef það hefur glatast getið þið fengið nýtt. 

https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Skoladagatal/skoladagatal-valsarskoli-2020-2021.pdf

 Við hvetjum ykkur til að vera í sambandi við umsjónarkennarann, skólastjóra og annað starfsfólk ef eitthvað er óljóst. Við sem erum innvígð í skólastarfið sjáum stundum ekki hvaða upplýsingar vantar. Þægilegt er að senda tölvupóst eða hringja í skólann.

 Starfsfólk Valsárskóla skólaárið 2020-2021 er:

Starfsmaður

Starf

Neftfang

Ásrún Aðalsteinsdóttir

 

Kennari

 

run@svalbardsstrond.is

Bjarney Vala Steingrímsdóttir

 

Skólaliði

eyja@svalbardsstrond.is

Bryndís Hafþórsdóttir

 

Umsjónarkennari

3. - 4. bekk

bryndis@svalbardsstrond.is

Brynhildur Smáradóttir

Hjúkrunarfræðingur

brynhildur@akmennt.is

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir

Stuðningsfulltrúi

elisabet.inga@svalbardsstrond.is

Einar Bjarki Sigurjónsson

Kennari

einar@svalbardsstrond.is

Gísli Arnarsson

 

Gæsla og umsjón með Vinaborg

gisli@svalbardsstrond.is

Guðfinna Steingrímsdóttir

Umsjónarkennari

1. - 2. bekk

gudfinna@svalbardsstrond.is

 

Harpa Helgadóttir

 

 

Kennari

harpa@svalbardsstrond.is

Heiða Jónasdóttir

 

Matráður

heida@svalbardsstrond.is

Heiðrún Hermannsdóttir Beck

 

Ritari, stuðningur og gæsla

heidrun@svalbardsstrond.is

Helgi Viðar Tryggvason

 

Umsjónarkennari

9. - 10. bekk

helgiv@svalbardsstrond.is

Ingvi Rafn Ingvason

 

Tónlistarkennari

ingvi.rafn@svalbardsstrond.is

Kamila Sylwia Ciolko-Borkowska

 

Aðstoð í eldhús og forföll í Vinaborg

kamilla@svalbardsstrond.is

 

Kristján H S Edelstein

Tónlistarkennari

kristjan.edelstein@svalbardsstrond.is

 

María Aðalsteinsdóttir

 

Skólastjóri og kennari

maria@svalbardsstrond.is

Michael Devin Weaver

Tónlistarkennari

 

Ragnar Jón Grétarsson

 

Umsjón með fasteignum

ragnar@svalbardsstrond.is

Sigrún Rósa Kjartansdóttir

 

Umsjónarkennari

5. - 6. bekk

sigrun@svalbardsstrond.is

Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir

Starfsmaður í Vinaborg

solveig.sigurbjorg@svalbardsstrond.is

Svala Einarsdóttir

Umsjónarkennari

7. - 8. bekk

og staðgengill skólastjóra

svala@svalbardsstrond.is

 

Tiiu Laur

 

Deildarstjóri í tónlistardeild

tiiu.laur@svalbardsstrond.is

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir

 

 

 Náms- og starfsráðgjafi

thuridur@svalbardsstrond.is