Bréf til foreldra í Valsárskóla 12. október 2020

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Nú styttist í samtalsdag, starfsdag og haustfrí. Ætlunin var að bjóða upp á nýjungar í tengslum við samtalsdag og í því samhengi fenguð þið rafræna könnun. Niðurstaðan var að 63,6% foreldra völdu að við hefðum upplýsingafundi og svo veldu foreldrar samtal við kennara að eigin vali á samtalsdegi. 36,4% foreldra völdu óbreytt fyrirkomulag þó með þeim möguleika að samtal færi fram í síma eða fjarfundi. Alls svöruðu 33 foreldrar. 

Vegna heimsfaraldurs og tilmæla frá yfirvöldum þurfum við að takmarka alla fundi og umgang um skólahúsið. Þess vegna verða allar tilraunir með samtölin að bíða betri tíma og öll samtöl á samtalsdegi fara fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Umsjónarkennara hafa stofnað viðtalstíma í Mentor og þar getið þig valið tímasetningu og skráð í athugasemdir hvernig form þið viljið á samtalinu. Þannig geta kennarar hringt í ykkur á ákveðnum tíma eða stofnað fjarfund á ákveðum tíma. Við vonum að á næsta samtalsdegi verði hægt að bjóða upp á einhverjar nýjungar en það verður að koma í ljós.

Þriðjudagurinn 20. október er samtalsdagur og nemendur í fríi, 21. október er starfsdagur kennara og nemendur í fríi. Fimmtudaginn 22. október og föstudaginn 23. október er hausfrí og þá eru kennarar og nemendur í frí. Vinaborg er opin alla þessa daga fyrir skráð börn. 

Fleiri viðburðum hefur þurft að fresta eða fella niður s.s. íþróttadegi SAM skólanna í 5. - 6.bekk, degi á Þelamörk með unglingunum, leikhúsferð unglinga, ferð í Hof með 4. - 6. bekk, aðalfundi foreldrafélagsins, tónfundi og fundi í skólaráði sem skipulagður var 14. október. Við höfum skipulagt fleiri viðburði á næstunni s.s. hinsegin fræðslu og kemur í ljós hvernig gengur að halda þeim áformum.