Mánaðarpóstur frá skólastjóra

Sælir kæru foreldrar

Þá er allt komið af stað hjá okkur nú eru nemendur í grunnskóladeildinni 49, í tónlistardeildinni 26 og 34 í leikskóladeildinni. Mánudaginn 14. október er starfsdagur í skólanum og þriðjudaginn 15. október verður viðtalsdagar. Kennarar í tónlistardeildinni senda heim námsmat en foreldrar grunnskólanemenda bóka viðtal í mentor. Viðtölin í leikskólanum verða alla vikuna og þar fá foreldrar ákveðinn tíma. Greinargóðar leiðbeiningar um skáningar í foreldraviðtöl má finna á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g

Ef þið lendið í vandræðum eða vantar lykilorð þá hafið þið samband við mig. Ef þið komist ekki þennan dag og viljið annan tíma þá talið þið við umsjónarkennara/deildarstjóra. Opnað hefur verður fyrir bókanir í foreldraviðtölin.

Í haust byrjuðu nokkrir nýir starfsmenn og í september bættist Anna Nidia Tulinius við í leikskólann. Hún er í þrifum en líka starfsmaður á Hreiðrinu.

Í viðhengi er mánaðarskipulag októbermánaðar, matseðill og skipulag fyrir Vinaborg. Þessi skjöl eru einnig að finna á heimasíðunni svo og foreldrahandbækur sem ég læt líka fylgja með - alltaf gott að renna yfir þær. Það er talsvert af uppbrotsdögum í leik- og grunnskóla þennan mánuðinn. Við höfum stundum verið gagnrýnd fyrir það en það er mikilvægt að þið vitið að á þessum dögum er líka unnið að markmiðum námsins.

Í skólanum okkar er barn með ofnæmi fyrir hnetum. Það er leiðinlegt að segja frá því að ofnæmið hefur aukist eftir að hann kom til okkar. Ofnæmisvaldurinn er m.a. í andrúmslofti og því getur hann borist í loft ef nemendur eða starfsmenn borða hnetur áður en þeir koma í skólann án þess að tannbursta og þvo sér á eftir. Við þurfum öll að hafa þetta í huga.

Við höfum verið að vandræðast aðeins með matarmálin nú í upphafi vetrar. Á föstudögum hefur verið annar matur í leikskólanum en grunnskólanum og skapar að ýmis vandamál. Nú hefur verið ákveðið að foreldrar barna í grunnskólanum skrái börn sín í mat á föstudögum svo við getum séð hve mikið á að elda fyrir hvern dag. Þið setjið 1 við nafn barnsins ef það verður í mat og 0 ef það verður ekki í mat. Maturinn er samt sem áður ennþá gjaldfrjáls.
Skráningarnar eru á slóðinni:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1AZPGHgznDnezOTb09adJsvulzrA4vswbozSukAByaCw/edit?usp=sharing

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili.
Bestu kveðjur úr skólanum
Inga Sigrún Atladóttir
Skólastjóri Álfaborgar/Valsárskóla