Áfallaráð

Við Valsárskóla er starfandi áfallaráð. Þar sitja eftirtaldir aðilar: skólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og sóknarprestur.

Áfallaráð er bundið trúnaði.

Hlutverk áfallaráðs er að vera skólastjórum og öðru starfsfólki skólans til aðstoðar við að mæta ýmiss konar áföllum sem nemendur og/eða starfsfólk verður fyrir eða tengjast því með einum eða öðrum hætti. Áfallaráð er kallað saman þegar áföll koma upp og tekur ákvörðun um hvort eða til hvaða aðgerða skal gripið.

Viðbrögð við áföllum

Þau atriði sem hér eru skráð eru ætluð sem gátlisti fyrir starfsfólk skólans um hugsanleg viðbrögð við áföllum. Taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin. Skólastjóri kallar áfallaráð saman að ósk starfsmanna eða þegar þurfa þykir. Gott er að hafa aðgengilega bókina ,,Börn og sorg” eftir Sigurð Pálsson.

1. Upplýsingar

 • a)      sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarlegt slys kemur þeim til skólastjóra
 • b)      skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga
 • c)      áfallaráð kallað saman
 • d)     meta þarf eftir eðli atburðarins hverjir eiga að fá upplýsingar um hann og hvernig
 • e)     ritari sér um að boða áfallaráð á fund skv. fyrirmælum skólastjóra og sér til þess í samráði við skólastjóra að eftirtaldir aðilar fái upplýsingarnar eftir því sem við á hverju sinni

2. Áfall (dauðsfall/slys) tilkynnt

 1. Áfallaráð hittist og skipuleggur viðbrögð skólans
 2. allar ákvarðanir skólans um viðbrögð eru bornar undir nánustu aðstandendur og þeir hafðir með í ráðum frá upphafi
 3. bekkjarkennara tilkynnt um áfallið
 4. bekkjarkennari/stjórnendur tilkynna um dauðsfallið eða slysið
 5. bekkjarkennari fundar með með tengilið áfallaráðs
 6. athuga þarf hvort viðkomandi nemandi/starfsmaður á nána ættingja meðal nemenda/starfsfólks sem þurfa að fá fregnina sérstaklega
 7. skólastjóri/bekkjarkennari hafa samband við foreldra/ forráðamenn hins látna/slasaða, ef um nemanda er að ræða
 8. bekkjarkennarinn þarf að skrá niður viðbrögð sín og bekkjarins. Skólastjóri skráir viðbrögð áfallaráðs

3. Dauðsfall foreldris, nánustu aðstandenda eða systkina

Dæmi um viðbrögð:

 • áfallaráð er kallað saman og er bekkjarkennurum til ráðgjafar
 • láta foreldra vita svo þeir hafi tækifæri til að ræða við börn sín
 • bekkjarkennari greinir bekkjarfélögum frá atburðinum. Gefa góðan tíma
 • fáið prestinn í lið með ykkur
 • útbúa samúðarkveðju
 • kaupa blóm / kerti sem skólastjóri / kennari fer með
 • hvetja vinina til að spyrja um barnið og hafa með sér í leik
 • kveikja á kerti í stofunni og hafa fram yfir jarðaför
 • sýna atburðinum virðingu án þess að velta sér upp úr honum
 • leiðbeina börnunum um að vera eðlileg gagnvart viðkomandi
 • skólastjóri/aðstoðarskólastjóri, umsjónarkennari og þeir sem tengst hafa barninu verða við jarðaför
 • undirbúa bekkinn undir það hvernig best er að taka á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann

4. Dauðsfall nemanda

Dæmi um viðbrögð:

 • skólastjóri kallar starfsfólk skólans saman í frímínútum og tilkynnir andlátið
 • láta foreldra vita svo þeir hafi tækifæri til að tilkynna börnum sínum
 • greina bekkjarfélögunum frá atburðinum þar sem einhver úr ráðinu er með
 • bekkjarkennari getur fengið annan í lið með sér til að segja frá atburðinum ef hann vill, en bekkjarkennari verður að vera til staðar
 • ef bekkjarkennari velur að segja einn frá atburðinum er samt gott er ef annar fullorðinn sem þekkir börnin getur verið til staðar í stofunni. Einnig er gott að fá námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og sálfræðing til aðstoðar
 • umsjónarkennarar annarra bekkjardeilda tilkynna sínum nemendum. Mikilvægt er að allir fái fregnina á sama tíma
 • mikilvægt að athuga hvaða nemendur eru ekki í skólanum þennan dag svo hægt sé að senda skilaboð til þeirra
 • ef eitthvert barnanna fer út úr stofunni þarf einhver fullorðinn að fylgjast með því
 • gefa þarf börnunum góðan tíma fyrir viðbrögð og spurningar. Sýnið eigin sorg, en missið ekki sjálfsstjórn
 • verið hjá börnunum í frímínútum og matarhléum. Reynið að fá fleiri fullorðna í lið með ykkur til að fylgjast með viðbrögðum barnanna og til að veita innbyrðis stuðning
 • útbúa samúðarkveðju
 • skrifa minningargrein, syngja lag sem börnunum finnst viðeigandi, biðja bæn, teikna myndir,
 • skrifa bréf til fjölskyldunnar, lesa ljóð eða sögu. Leyfið börnunum að koma með eigin reynslusögur
 • kveikja má á kerti, setja blóm eða einhvern persónulegan hlut á borð hins látna. Rétt er að enginn setjist í sæti hans fyrst um sinn. Gefið sorginni tíma
 • greinið börnunum frá því sem mun gerast næstu dagana, kistulagning og jarðarför fáið prestinn í lið með ykkur
 • kennslustundir næstu dagana þarf að brjóta upp, ef spurningar vakna, eða ef upp koma viðbrögð sem sýna sorg, reiði, örvæntingu eða sektarkennd nemendanna. Leyfið börnunum að viðra tilfinningar sínar
 • regla er að skólastjóri, umsjónarkennari og þeir sem tengst hafa barninu verði við jarðarför
 • ef nemendur eiga að vera við jarðarförina, þá þarf að undirbúa það vandlega í samráði við foreldra.Presturinn getur hugsanlega komið inn í bekkinn og sagt frá því hvernig útförin fer fram.
 • Nauðsynlegt er að foreldrar fari með börnum sínum í jarðarförina
 • áfallaráð verður að sjá til þess að kennarinn fái sjálfur stuðning og hjálp. Hlúa vel að kennaranum. Að vera sterkur, rólegur og yfirvegaður í þessari aðstöðu er mikið álag. Talið við einhvern í skólanum á hverjum degi þegar skóladeginum lýkur um það hvernig dagurinn hafi verið. Ákveðið fyrirfram hvenær þessi samtöl eiga að fara fram og þau eiga ekki að fara fram yfir kaffibolla í skyndi eða í frímínútum
 • þessir dagar eru ef til vill, fyrir einstaka nemendur, mikilvægustu dagarnir á allri þeirra skólagöngu. Gefið sorginni sinn tíma

5. Dauðsfall starfsmanns

Dæmi um viðbrögð:

 • Láta foreldra vita svo þeir hafi tækifæri til að ræða við börnin sín
 • umsjónarkennarar greina nemendum sínum frá atburðinum
 • ef um er að ræða umsjónarkennara, tilkynnir skólastjóri nemendum í viðkomandi bekk frá atburðinum þar sem einhver úr áfallaráði er viðstaddur. Einnig er gott að fá námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og sálfræðing til aðstoðar
 • ef eitthvert barnanna fer út úr stofunni þarf einhver fullorðinn að fylgjast með því
 • gefa þarf börnunum góðan tíma fyrir viðbrögð og spurningar. Sýnið eigin sorg, en missið ekki sjálfsstjórn
 • verið hjá börnunum í frímínútum og matarhléum. Reynið að fá fleiri fullorðna í lið með ykkur til að fylgjast með viðbrögðum barnanna og til að veita innbyrðis stuðning
 • útbúa samúðarkveðju
 • skrifa minningargrein, syngja lag sem börnunum finnst viðeigandi, biðja bæn, teikna myndir, skrifa bréf til fjölskyldunnar, lesa ljóð eða sögu.
 • Leyfið börnunum að koma með eigin reynslusögur
 • kveikja má á kerti, setja blóm eða einhvern persónulegan hlut á borð hins látna. Rétt er að enginn setjist í sæti hans fyrst um sinn. Gefið sorginni tíma
 • greinið börnunum frá því sem mun gerast næstu dagana, kistulagning og jarðarför
 • Fáið prestinn í lið með ykkur
 • kennslustundir næstu dagana þarf að brjóta upp, ef spurningar vakna, eða ef upp koma viðbrögð sem sýna sorg, reiði, örvæntingu eða sektarkennd nemendanna. Leyfið börnunum að viðra tilfinningar sínar
 • áfallaráð verður að sjá til þess að kennarinn/starfsmenn fái stuðning og hjálp. Að vera sterkur, rólegur og yfirvegaður í þessari aðstöðu er mikið álag. Talið við einhvern í skólanum á hverjum degi þegar skóladeginum lýkur um það hvernig dagurinn hafi verið. Ákveðið fyrirfram hvenær þessi samtöl eiga að fara fram og þau eiga ekki að fara fram yfir kaffibolla í skyndi eða í frímínútum
 • þessir dagar eru ef til vill, fyrir einstaka nemendur, mikilvægustu dagarnir á allri þeirra
 • skólagöngu. Gefið sorginni sinn tíma

6. Dauðsfall aðstandenda starfsmanns

 • áfallaráð er látið vita.
 • Áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig aðrir starfsmenn verða látnir vita
 • mikilvægt að virða óskir viðkomandi starfsmanns
 • útbúum samúðarkveðju ef um maka, barn foreldri eða barnabarn er að ræða
 • áfallaráð kemur saman ef um maka eða barn er að ræða
 • annað er matsatriði

7. Dauðsfall utan skólatíma

Byrja hvert haust á fundi og þá kemur í ljós hvort eitthvað hafi komið fyrir í sumarleyfi. Prestur kemur með upplýsingar í upphafi skólaárs á haustfund. Málsmeðferð getur í meginatriðum verið eins og að ofan greinir.

Ef eitthvað gerist um helgi:

 • er skólastjórnandi látinn vita og hann kallar saman áfallaráð
 • foreldrar þurfa að láta vita hvenær má tilkynna bekknum
 • gefa foreldrum kost á að láta börn sín vita fyrst
 • ört upplýsingastreymi til áfallaráðs er mikilvægt
 • láta vita að skólinn veit af aðstæðum og er tilbúinn að hjálpa nemendum
 • bekkjarkennari komi upplýsingum til nemenda, ef við á
 • athuga hvort heimsóknir eru mögulegar eða heppilegar
 • sýna atburðinum virðingu án þess að velta sér upp úr honum
 • kennari styðji við nemandann, bjóði honum viðtöl við sálfræðing, námsráðgjafa, prest eða
 • hjúkrunarfræðing
 • kennari útskýri aðstöðu nemandans fyrir bekknum
 • skólastjóri/áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum
 • haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna eða RKÍ
 • afla sér upplýsinga í stórslysaáætlun hjá Akureyrarbæ

8. Alvarleg veikindi eða slys á nemanda, starfsmanni eða nánum aðstandanda.

 • ört upplýsingastreymi til áfallaráðs er mikilvægt
 • láta vita að skólinn veit af aðstæðum og er tilbúinn að hjálpa nemendum
 • bekkjarkennari komi upplýsingum til nemenda, ef við á
 • athuga hvort heimsóknir eru mögulegar eða heppilegar
 • sýna atburðinum virðingu án þess að velta sér upp úr honum
 • kennari styðji við nemandann, bjóði honum viðtöl við sálfræðing, námsráðgjafa, prest eða
 • hjúkrunarfræðing
 • kennari útskýri aðstöðu nemandans fyrir bekknum
 • skólastjóri/áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum
 • haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna eða RKÍ
 • afla sér upplýsinga í stórslysaáætlun hjá Akureyrarbæ

9. Ofbeldisverk. Nemandi beitir alvarlegu ofbeldi

 • Kennari styðji við nemandann sem var þolandi, bjóði honum viðtöl við sálfræðing, námsráðgjafa, prest eða hjúkrunarfræðing
 • Kennari útskýri aðstöðu nemandans fyrir bekknum
 • Gerandi fylgir reglum sem á við um óásættanlega hegðun

  Um óásættanlega hegðun

10. Stórslys/náttúruhamfarir

Almennar áætlanir – þær taka til tiltekinna flokka atburða og afmarkast landfræðilega af umdæmum lögreglustjóra. Dæmi:

 • umhverfi og heilsa
 • hópslys
 • flóð
 • óveður
 • jarðvá