Nefndir, fulltrúar og ráð

Skólanefnd

Skólanefndir sveitarfélaga hafa afar þýðingarmiklu, lögbundnu hlutverki að gegna vegna reksturs leik- og grunnskóla í hverju sveitarfélagi. Hlutverkin lúta bæði að faglegum og rekstrarlegum hliðum skólahalds, eftirlitsskyldu en um leið ákveðinni frumkvæðisskyldu.  Skólanefnd starfar í umboði sveitarstjórnar og fer með málefni skóla eftir því sem lög og reglugerðir kveða á um og samþykktir  sveitarstjórnar kunna að fela henni.

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir um hlutverk skólanefndar í 2. málsgrein 4. greinar:

Nefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar. Leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Þessu til viðbótar koma verkefni nefndarinnar til tals í greinum 11, 14, 28 og 30 í lögum um leikskóla.


Í 6. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla er meginhlutverk skólanefndar skilgreint með mun ítarlegri hætti:  

 Í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni.

Meginhlutverk skólanefndar er sem hér segir:
 1. að sjá til þess að öll skólaskyld börn sem rétt eiga á skólavist í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu,
 2. að staðfesta starfsáætlun skóla ár hvert og skólanámskrá einstakra skóla,
 3. að fylgjast með framkvæmd náms og kennslu í sveitarfélaginu og gerð skólanámskrár og gera tillögur til skólastjóra og/eða sveitarstjórnar um umbætur í skólastarfi,
 4. að fylgjast með og stuðla að því að nemendum og skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu,
 5. að sjá til þess að jafnan sé fyrir hendi viðeigandi húsnæði fyrir kennslu og annar aðbúnaður, þ.m.t. útivistar- og leiksvæði nemenda,
 6. að hafa eftirlit með að ákvæði laga og reglugerða séu uppfyllt og gera tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur,
 7. að stuðla að tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar.
Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils. Um kosningu í skólanefnd og starfshætti fer samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykktum viðkomandi sveitarfélags. Varamenn í skólanefndum skulu vera jafnmargir aðalmönnum og kosnir á sama hátt.
Skólastjórar, grunnskólakennarar og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt.
Þegar skólanefnd fær til meðferðar kærumál samkvæmt ákvæðum laga þessara gilda um meðferð kærumálsins reglur stjórnsýslulaga. Um sérstakt hæfi nefndarmanna og annarra fulltrúa sem rétt hafa til að sitja fundi nefndarinnar gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga.

 

Skólanefnd: 

Inga Árnadóttir (formaður)
Árný Þóra Ágústsdóttir
Sigurður Halldórsson
 
Varamenn:
1. Elín Svava Ingvarsdóttir
2. Halldór Arinbjarnarson
3. Gestur Jensson
 

Eftirfarandi aðilar sitja skólanefndarfundi sem áheyrnafulltrúar: 

Guðríður Snjólfsdóttir (fulltrúi foreldra Valsárskóla)
Laufey Oddný Jónmundsdóttir (fulltrúi foreldra Álfaborgar)
Fulltrúi starfsmanna Valsárskóla
Fulltrúi starfsmanna Álfaborgar

Nemendarverndarráð

Í skólanum er nemendaverndarráð sérstakur vettvangur til að vinna að hagsmunum nemenda, vernd og öryggi í skólastarfi sbr. reglugerð 584/2010.

Hlutverk nemendaverndarráðs er meðal annars:

 • Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.
 • Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og eða tilfinningalegan vanda að etja.
 • Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara).
 • Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu.
 • Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar s.s. lausnateymis eða eineltisteymis.
 • Vinna tilkynningar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnaverndarlaga.
 • Leita eftir samráði við aðila utan skólans s.s. félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL ofl.

Skipan í nemendaverndarráð: Í nemendaverndarráði skólans sitja, skólastjóri, hjúkrunarfræðingur, sérkennari, sérkennslufulltrúi, námsráðgjafi og umsjónarkennari viðkomandi nemenda.

Fundað er í nemendaverndarráði einu sinni í mánuði að jafnaði.

Við afgreiðslu mála er hagur nemenda hafður að leiðarljósi.

Foreldrar/forráðamenn eru látnir vita ef börn þeirra eru til umræðu á nemendaverndarráðsfundum. Foreldrar/forráðamenn geta þó ekki hafnað því að málefni barna þeirra séu rædd á vettvangi nemendaverndarráðs. 

 

Nemendaráð grunnskóladeildar

Í Valsárskóla er starfrækt nemendaráð sem skipað er nemendum í 8. - 10. bekk, nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kýs nemendaráðið í stjórn og í henni sitja; formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari.

Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Formaður og varamaður eru áheyrnafulltrúar nemenda í skólaráði. Einnig situr formaður ásamt varaformanni skólaráði.

Nemendaráð skólaárið 2019-2020 er skipað eftirfarandi nemendum:

Formaður: Ása Lind Aradóttir
Varaformaður: María Rós Þorgilsdóttir
Gjaldkeri: Fannar Logi Jóhannesson
Ritari: Tryggvi Fannar Unnsteinsson
Skemmtinefnd: Skúli Þór Sigurðarson, Agnar Sigurðarson, Arnrún Ólöf Brynjólfsdóttir og Herdís Lilja Halldórsdóttir