Skýrsla námsráðgjafa 2018-2019

Vorskýrsla náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2018- 2019

 

Fræðsluáætlun

Ætluð öllum nemendum 1. - 10. bekk

Einstaklingsáætlun

Ráðgjöf við skipulagningu og ákvarðanatöku varðandi nám og störf.

Persónuleg ráðgjöf

Þjónusta sem tekur á aðkallandi vanda einstakra nemenda.

Samráðsáætlun

Stjórnunarþættir sem auka virkni, gæði og árangur náms- og starfsráðgjafa áætlunarinnar.

Áætlaður tími: 
35% - 45%

Áætlaður tími: 
5% - 10%

Áætlaður tími: 
30% - 40%

Áætlaður tími: 
10% - 15%

Tilgangur:

Náms- og starfsfræðsla miði að því að efla  áhuga þannig að nemendur fái betur notið sín í námi og síðar í starfi. Efla þekkingu á vinnumarkaðnum og vinna gegn brotthvarfi.

Tilgangur: 

Aðstoð við nemendur við að setja sér markmið varðandi nám og störf.

Tilgangur:  

Aðstoð við einstaka nemendur við að takast á við persónuleg- og félagsleg vandamál sem hafa áhrif á líðan og skólagönguna.

Tilgangur: 

Skipulagning, kynning og mat.

 


Gysper og Henderson

Myndin hér að ofan sýnir alhliða áætlun Gysper og Henderson í náms- og starfsráðgjöf. Með alhliða áætlun vinna náms- og starfsráðgjafar í teymi með starfsfólki í skóla, foreldrum og öðrum í samfélaginu. Með fræðslu, forvörnum og inngripum nógu snemma eru meiri líkur á að nemandinn nái sínum hámarksárangri. Mikilvægt er að nemandinn uppgötvi að allt spilar saman og sjálfsþekking, samskipti, aðstæður og atburðir eru allt þættir sem hafa áhrif lífið sjálft.

Námsráðgjöf er ætlað að vera fyrirbyggjandi þjónusta við alla nemendur skólans og stuðla að því að nemendur geti skapað sér viðunandi vinnuskilyrði í skóla og heima og markað sér braut til framtíðar. Náms- og starfsráðgjafi þarf að hafa frumkvæði að því að nálgast nemendur sem eru í þörf fyrir aðstoð en bera sig ekki eftir björginni.

 

Verkefni vetrarins hafa verið fjölbreytt. Allir nemendur fengu starfsfræðslu og veltu fyrir sér námi og starfi. Störfum sem til eru í dag og þeim sem eiga eftir að verða í framtíðinni. Það er mikilvægt að átta sig á því að þannig hefur því alltaf verið farið, ný störf verða til og önnur breytast eða detta uppfyrir. Börnin í dag eru þau sem munu hafa áhrif á þessa þróun líkt og verið hefur og mikilvægt að þau sjái sig í því ljósi, að þau sjálf geti haft áhrif.

Á yngsta stigi var áherslan á félagsfærni, tilfinningastjórn, að skoða styrkleika sína og núvitund. Miðstig velti fyrir sér jafnrétti, mannréttindum og lýðræði og á unglingastigi var áherslan á nám og störf og framhaldskóla. Nemendur í 10. bekk tóku Bendill áhugakönnun sem metur á hvaða sviðum starfáhugi liggur og getur verið gagnlegt þegar staðið er frammi fyrir að velja sér nám í framhaldskóla. Það er hverjum og einum nauðsynlegt að þekkja eigin áhuga, færni og gildismat til að geta valið nám og starfsvettvang við hæfi. Meiri líkur eru á að einstaklingurinn ljúki námi ef hann hefur valið nám inn á sínu áhugasviði.

Námsráðgjafar í grunnskólum Akureyrar ásamt undirbúningsnefnd Starfamessu stóðu að vel heppnaðri starfamessu  sem var haldin 1. febrúar í Háskólanum á Akureyri í kringum 40 fyrirtæki kynntu starfsemi sína og menntun innan sinna fyrirtækja eða stofnanna. Yfir hundrað manns komu að undirbúningi Starfamessunnar. Án þátttöku fyrirtækja og með stuðningi sviðstjóra fræðslusviðs Akureyrar hefði lítið orðið úr þessum viðburði. Almenn ánægja var hjá þeim sem tóku þátt og mun Starfamessan verða haldin aftur að ári. Um 700 nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt í þessum degi og fengu tækifæri til að fræðast um margvísleg störf. Nemendum í nágranna sveitafélögum var boðið að taka þátt og fóru nemendur í 9. og 10.bekk í Valsárskóla á staðinn. Það er mikilvægt að Akureyri sem höfuðstaður norðurlands hugi að nemendum sem eru búsettir í minni sveitafélögum hér í kring og gefi þeim kost á að taka þátt í viðburði eins og þessum. Nemendur í 9 .bekk fóru í starfskynningar á vordögum og var það að mestu í umsjá umsjónarkennara þeirra.

Starfsfólk grunnskóla veit að skólaforðun er alvarleg og hefur afleiðingar fyrir barnið sjálft. Það getur verið þungt í vöfum að fást við  þennan vanda en mjög mikilvægt að gripið sé inn í hann af fullum þunga ef nemendur sína merki um skólaforðun. Í rannsókn á vegum Velferðarvaktarinnar kemur fram að það séu um eitt þúsund grunnskólanemar sem að staðaldri forðast að sækja skóla.

Brotthvarf úr framhaldsskóla á sér oft langan aðdraganda og hefst oft í grunnskóla. Sérstaklega þarf að huga að þeim hópum sem eru í áhættu og nauðsynlegt að allir sem koma að barninu vinni saman að því er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum þess. Í skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldskóla árið 2017 kemur fram að flestir nemendur eða 213 hættu eða var vísað úr námi vegna brots á mætingar­reglum og þar af voru 80 nemendur á fræðsluskyldu aldri.  Í samanburði við hin norðurlöndin er brottfall úr framhaldsskólum mest á Íslandi. Það er er jafnframt umhugsunarefni að brottfall karla er meira en kvenna og á Íslandi hverfa um tvöfalt fleiri karlar frá skólagöngu án þess að ljúka framhaldsskóla í dreifbýli (32%) en innan borgarmarka Reykjavíkur (16%). State of the Nordic Region – skýrsla ráðherranefndarinnar 2018 (kafli 7).

Það er ljóst að starf í grunnskóla getur aldrei orðið öflugra en það fólk sem þar vinnur, bæði nemendur og starfsfólk. Kennarar og starfsfólk skólans er jákvætt og lausnamiðað og hafði mikil áhrif á að námsráðgjafi gat komið inni í bekki með stuttum fyrirvara ef þannig stóð á og það skiptir miklu máli.

 

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi