Meðferð agamála

Í Valsárskóla reynum við öll að láta skólasáttmálann stýra hegðun okkar og ákvörðunum.

Ef nemandi eða starfsmaður í skólanum virðir ekki skólasáttmálann gilda öryggisreglurnar.

Öryggisreglurnar vernda sáttmálann með því að útskýra nánar hvað í honum felst.

Þeir sem brjóta öryggisreglur fá alltaf tækifæri til að bæta hegðun sína.

Ef nemandi eða starfsmaður brýtur ítrekað gegn öryggisreglum þarf hann að ræða við skólastjóra/námsráðgjafa og gera uppbyggingaráætlun. Uppbyggingaráætlun er tímasett áætlun þar sem fundnar eru leiðir til að leiðrétta hegðun og gera sér betur grein fyrir orsökum hennar og afleiðingum.

Þannig geta allir sem brjóta öryggisreglur hjálpað til við að gera skólann betri fyrir okkur öll. Skýr mörk 1.